Tugir athugasemda vegna Þjórsárvirkjana

Brynjar Gauti

Um 60 athugasemdir höfðu borist sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi á svæði við neðri hluta Þjórsár þar sem gert er ráð fyrir þremur virkjunum, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Ekki er ólíklegt að fleiri athugasemdir kunni að berast á allra næstu dögum, en allar athugasemdir með póststimpli í síðasta lagi 1. mars gilda og verða yfirfarnar af sveitarstjórn.

Að sögn Gunnars Arnar Marteinssonar oddvita má reikna með að athugasemdirnar séu bæði frá einstaklingum og samtökum, mismunandi viðamiklar. Segist hann hafa átt von á fjölmörgum athugasemdum og því komi umræddur fjöldi ekki á óvart. Flestar athugasemdirnar hafa borist á allra síðustu dögum og hefst senn vinna við að fara yfir þær.

Venjan er að sveitarstjórn taki tillöguna að breyttu aðalskipulagi og athugasemdir til meðferðar og samþykki eða hafni skipulaginu, mögulega með breytingum. Sú samþykkt fer síðan til Skipulagsstofnunar og ef hún hlýtur samþykki þar þarf umhverfisráðherra að staðfesta hana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert