Snjóflóðahætta í Hvalnesskriðum afstaðin

Ekki er lengur varað við snjóflóðahættu í Hvalnesskriðum. Á Suðurlandi og Vesturlandi eru vegir víðast auðir þótt lítilsháttar hálka sé á stöku leiðum. Á Vestfjörðum eru hálkublettir nokkuð víða en hálka á Steingrímsfjarðarheiði og ófært um Eyrarfjall. Á Norðurlandi vestra er eru flestar aðalleiðir orðnar auðar en á Norðaustur- og Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja. Það er ófært á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert