Segir mengun frá Alcan aukast við stækkun

Álver Alcan í Straumsvík
Álver Alcan í Straumsvík mbl.is/Sverrir

Eftir stækkun álversins í Straumsvík verður losun gróðurhúsalofttegunda frá því meiri en frá öllum samgöngum á Íslandi, segir Stefán Georgsson, verkfræðingur og íbúi í Hafnarfirði, m.a. í grein sem birt er á vef samtakanna Sól í straumi í dag.

„Í Fréttablaðinu 25. janúar síðastliðinn var því haldið fram að mengun frá stækkuðu álveri Alcan í Straumsvík yrði svipuð og fyrir stækkun. Fréttin virðist byggð á yfirlýsingum bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Alcan eftir að samkomulag hafði náðst um tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar. Þetta finnst mér merkileg niðurstaða í ljósi þess að losun flestra mengandi efna meira en tvöfaldast eftir fyrirhugaða stækkun Alcan úr 180.000 tonnum í 460.000 tonn,“ segir Stefán ennfremur í greininni.

Sól í straumi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert