11 kærðir fyrir hraðakstur á Akranesi

11 voru kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku í umdæmi lögreglunnar á Akranesi og tveir sviptir ökuréttindum vegna glæfralegs aksturs. Þau óku á 106 og 120 km hraða á klst þar sem hámarkshraði er 50.

Ung stúlka var stöðvuð eftir að hafa ekið bifreið á 106 km/klst hraða innanbæjar þar sem hámarkshraði er 50. 75.000 króna sekt liggur við því, svipting ökuleyfis í einn mánuð og fjórir punktar í ökuferilsskrá. Piltur með nýlegt bílpróf ók svo á sunnudagskvöld bifreið sem mæld var á 120 km/klst hraða innanbæjar. Pilturinn má búast við því að fá 90.000 króna sekt og verða sviptur ökuréttindum í tvo mánuði. Hann fær fjóra punkta í ökuferilsskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert