Dýrara að skrá lén hér en annars staðar

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is

Sigurður benti á að Netvistun ætti lénið ísland.is Til stæði að forsætisráðuneytið opnaði vefsetrið island.is á UT deginum á miðvikudaginn kemur og sá vefur væri alls staðar kynntur sem ísland.is Það væri ekki eðlilegt að hvor aðilinn gæti skráð sitt lénið eftir því hvort það væri með íslenskum stöfum eða ekki. Það væri til þess fallið að valda ruglingi, en engar reglur væru í gildi sem kæmu í veg fyrir að þetta væri gert, eins og nú væri málum háttað. Nú væri búið að leggja út í mikinn kostnað vegna Íslandsvefjarins, markaðssetningu og fleira og alltaf talað um ísland.is með í-i. Það kæmi sér illa þegar vefurinn yrði opnaður að forsætisráðuneytið ætti ekki vefsvæðið ísland.is, þó svo það ættu island.is með i-i.

Býður upp á árekstra

Hann sagði að síðan væri eðlilegt að þeir aðilar sem uppfylltu þau skilyrði sem sett væru hefðu heimild til þess að úthluta lénum til að stuðla að meiri samkeppni á þessu markaði, en Isnic hefði nú einkarétt á úthlutun léna.

Þarf endurbætur

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka