Formenn stjórnarflokkanna ræddu ýmis málefni

Formenn stjórnarflokkanna, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, áttu fund í morgun þar sem rædd voru ýmis málefni. Að sögn Ragnheiðar Árnadóttur, aðstoðarmanns Geirs, var þetta góður fundur en fundurinn var fyrirfram ákveðinn, það er tengdist ekki umræðu helgarinnar um auðlindaákvæði stjórnarskrár.

Að sögn Ragnheiðar var það mál rætt sem og mörg fleiri. Aðspurð segir Ragnheiður að umræðan um auðlindaákvæði stjórnarskrár sé eðlilegri framvindu og áfram unnið að því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert