9 ára stúlkur staðnar að búðarhnupli

Tvær níu ára stúlk­ur voru staðnar að hnupli í mat­vöru­versl­un á höfuðborg­ar­svæðinu og 18 ára pilt­ur var tek­inn fyr­ir sömu iðju á bens­ín­stöð í aust­ur­borg­inni. Á ann­arri bens­ín­stöð fór ökumaður á brott án þess að greiða fyr­ir eldsneytið sem hann tók.

Veski var stolið frá konu í versl­un­ar­miðstöðinni í Mjódd og í Kringl­unni varð önn­ur kona fyr­ir þeirri sömu óskemmti­legu reynslu. Þá var pen­ing­um stolið frá hót­elgesti í borg­inni.

Brot­ist var inn í þrjá bíla á höfuðborg­ar­svæðinu í gær og nótt en þeir voru staðsett­ir í Kópa­vogi, Árbæ og miðborg­inni. Radar­vara var stolið úr ein­um og far­tölvu úr öðrum en loft­ljóss var saknað úr þeim þriðja. Þá voru verk­færi tek­in úr ný­bygg­ingu í Breiðholti og lyft­ur og tröpp­ur hurfu úr gám­um í Kópa­vogi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert