Árlegum fóstureyðingum fer fækkandi

Landlæknisembættið hefur gefið út tölur um fjölda fóstureyðinga fram til ársloka 2005. Á árinu 2005 voru skráðar 867 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi. Árlegur fjöldi fóstureyðinga hefur dregist saman síðustu fimm ár. Árið 2003 var skráð 951 fóstureyðing og 889 árið 2004. Sömu sögu er að segja sé litið til fjölda fóstureyðinga á hverjar 1.000 konur á aldrinum 15-44 ára. Nam sú tala 13,5 á hverjar 1000 konur árið 2005. Fækkun sést einnig þegar fjöldi fóstureyðinga er skoðaður út frá fjölda fæðinga.

Landlæknisembættið segir, að frá og með árinu 2001 hafi tíðni fóstureyðinga farið lækkandi meðal stúlkna undir tvítugu. Þessi lækkun hafi einkum verið rakin til tilkomu neyðargetnaðarvarna, aukins aðgengis að þeim og öflugs fræðslu- og forvarnarstarfs, s.s. fræðslustarfs læknanema.

Í janúar 2007 birti STAKES, finnsk rannóknar- og þróunarmiðstöð í velferðar- og heilbrigðismálum, skýrslu um fóstureyðingar á Norðurlöndum frá árinu 1970 til 2005. Ísland var á árinu 2005 með næst fæstar fóstureyðingar á hverjar 1000 konur.

Ef borinn er saman fjöldi fóstureyðinga á Norðurlöndunum á hverja 1000 lifandi fædda kemur í ljós að munur milli landa hefur farið minnkandi síðustu ár, að Svíþjóð frátaldri. Þar í landi er tíðni fóstureyðinga talsvert hærri þegar tekið er mið af fjölda fæðinga.

Landlæknisembættið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert