Karen Jónsdóttir segir sig úr Frjálslynda flokknum

Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Akraness og formaður bæjarráðs Akraness, hefur sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Karen var í efsta sæti framboðslistans við síðustu bæjarstjórnarkosningar en gerðist ekki flokksbundin fyrr en skömmu fyrir landsþing flokksins í janúar.

Karen segir í samtali við fréttavefinn Skessuhorn að úrsögnin hafi ekki nein áhrif á samstarf innan lista Frjálslyndra og óháðra. Engin breyting verði á meirihlutasamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akraness.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert