Kennarar ræða við sveitafélögin hjá ríkissáttarsemjara

Kennarar mótmæltu kjaraskerðingu á Lækjartorgi.
Kennarar mótmæltu kjaraskerðingu á Lækjartorgi. mbl.is/Július

Félag grunnskólakennara og Félag skólastjóra sat á fundi með Launanefnd sveitafélaga ásamt Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara í allan dag. Fundi lauk klukkan níu og að sögn Ásmundar verður fundað á fimmtudag eða föstudag að nýju. „Það er ekki kominn endapunktur í málinu," sagði Ásmundur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Málið hefur snúist um aðgerðir vegna mats á forsendum í efnahags og kjaramálum," sagði Ásmundur. „Það er verið að ræða mat á framkvæmd samnings," bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert