Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í morgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni við Grindavíkurafleggjarann vegna hálku, sem hafði myndast þar.
Ökumaður og farþegi í bifreiðinni leituðu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsli voru ekki talin alvarleg.
Bíllinn hafnaði á steyptum blokkum, sem er við gatnamótin og var óökufær eftir og var fjarlægður með dráttarbifreið.