Eyjamenn lýsa efasemdum um auðlindaákvæði í stjórnarskrá

Bæj­ar­ráð Vest­manna­eyja hef­ur samþykkt álykt­un vegna umræðu um hugs­an­lega stjórn­ar­skrár­breyt­ingu. Í álykt­un­inni er minnt á mik­il­vægi þess að ekki verði gerðar breyt­ing­ar, sem skapi óvissu um stöðu sjáv­ar­út­vegs en rætt er um að setja ákvæði í stjórn­ar­skrá um að auðlind­ir sjáv­ar séu sam­eign þjóðar­inn­ar.

„Sjáv­ar­út­veg­ur er und­ir­stöðuat­vinnu­grein í Vest­manna­eyj­um og skap­ar sam­fé­lag­inu mik­il verðmæti. Upp­gang­ur sjáv­ar­út­vegs síðustu ár er að miklu leiti til­kom­in vegna þess að dregið hef­ur úr óvissu hvað varðar stöðu sjáv­ar­út­vegs og nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar.

Jafn­framt minn­ir bæj­ar­ráð á að at­vinnu­rétt­indi þau sem menn hafa helgað sér á sviði fisk­veiða njóta vernd­ar 72. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Ekk­ert sam­fé­lag fær nýtt sín vaxt­ar­tæki­færi ef það má eiga von á að í stjórn­ar­skrá verði bund­in ákvæði sem veikja at­vinnu­lífið á svæðinu," seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert