Fæðingarorlof feðra lengist og frjósemi eykst

Í ungbarnasundi.
Í ungbarnasundi. mbl.is/RAX

Núgildandi lög um fæðingarorlof hafa ljóslega aukið frjósemi á Íslandi að mati Ingólfs Gíslasonar, höfundar nýrrar skýrslu um nýtingu fæðingarorlofs, sem kynnt var í dag en samkvæmt upplýsingum hans var fæðingartíðni komin niður í 1,9 börn á konu áður en lögin tóku gildi. Fæðingartíðni nú er hins vegar 2,1 barn á konu.

Fram kemur í skýrslunni að árið 2001 hafi 82% nýbakaðra feðra að einhverju leyti nýtt sér rétt sinn til fæðingarorlofs og að árið 2004 hafi 89% nýbakaðra feðra gert það. Þá kemur þar fram að árið 2001 hafi feður að jafnaði tekið 39 daga í fæðingarorlof en mæður 186 daga. Árið 2004 hafi feður hins vegar að meðaltali tekið 96 daga en konur 182 daga.

Árið 2004 nýttu rúmlega 17% feðra hluta af sameiginlegum fæðingarorlofsrétti foreldra á móti 90% kvenna en tæp 18% feðra fullnýttu ekki þann hluta réttar síns sem er bundinn þeim. Um 1% kvenna fullnýttu hins vegar ekki þann rétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert