Klámkvöld verður í kvöld á Barnum, Laugavegi 22, og er opið bæði konum og körlum. Meðal þeirra sem stíga á stokk eru Siggi Pönk, Gunnar Hersveinn og Hjálmar G. Sigmarsson.
Það er Karlahópur Femínistafélags Íslands sem stendur að samkomunni, og er yfirskrif hennar: Klám í kynjuðu samhengi. Þegar ofangreindir þrír frummælendur hafa lokið máli sínu verða umræður.
Hjálmar G. Sigmarsson, formaður Karlahópsins, segir að öll umræðan sem sprottið hafi í tengslum við klámráðstefnuna sem halda átti á Hótel Sögu hafi orðið til þess að hópurinn hafi ákveðið að halda þetta þemakvöld, sem þó hafi lengi staðið til að halda.