Samtökin Sól í Straumi, hópur andstæðinga álversstækkunar í Hafnarfirði, stendur í dag og næstu daga fyrir fjáröflun til þess að fjármagna kosningabaráttuna fram til 31. mars þegar kosið verður um deiliskipulagstillögu í Hafnarfirði.
Fram kemur í tilkynningu frá Sól í Straumi, að tölvupóstur þessa efnis verði í dag sendur til einstaklinga og fyrirtækja og þau hvött til að senda hann áfram til vina, viðskiptafélaga og vandamanna.
Í tilkynningunni segir, að Sól í Straumi njóti engra opinberra styrkja og verði því að reiða sig á áhuga almennings og fyrirtækja á þessu máli.