Önfirski jaðrakaninn Þorleifur sást á Suður-Englandi þann 2. mars. Þorleifur hefur sést á hverjum vetri á Suður-Englandi síðan hann var merktur við Holt í Önundarfirði 2003 og hefur einnig sést stöku sinnum í Frakklandi, að því er kemur fram á vef Náttúrustofu Vestfjarða.
Fyrstu fuglarnir eru væntanlegir upp úr 20. apríl til norðanverðra Vestfjarða og má því búast við Þorleifi um mánaðarmótin apríl-maí.