Um 70-75% umferðar um Miklubraut og um 50% umferðar um Kringlumýrarbraut verða að líkindum neðanjarðar í vegastokkum í framtíðinni. „Með þessu verður mikil breyting á lífsgæðum íbúa á svæðinu,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur.
Setja á kafla gatnanna í stokka á yfirstandandi kjörtímabili samhliða gerð mislægra gatnamóta gatnanna. Einnig verða mislæg gatnamót við Lönguhlíð og Miklubraut og Listabraut og Kringlumýrarbraut. Framkvæmdin er nú í frumhönnun og ekki búið að ákveða endanlega lengd stokkanna og útfæra hugmyndina til hlítar. Reikna má með að kostnaður við framkvæmdina í heild verði a.m.k. 7-9 milljarðar króna, en ákveðnir óvissuþættir gætu hækkað kostnaðinn nokkuð. Nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.