VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild

Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram sameiginlega bókun úr starfi Evrópunefndar þar sem kemur fram skýr afstaða gegn aðild að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Blaðið segir að í drögum af niðurstöðum nefndarstarfsins, sem stýrt er af Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, komi fram að engar líkur séu á því að samist geti um milli Íslands og ESB, að 200 mílna efnhagslögsagan umhverfis Ísland verði í heild sinni viðurkennd sem sérstakt fiskveiðistjórnunarkerfi undir stjórn Íslendinga.

Það sé niðurstaða nefndarinnar að Íslendingar geti ekki framselt yfirráðin yfir þeim miklu auðæfum sem þar er að finna til Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkra vissu fyrir hvaða reglum verði fylgt í sjávarútvegsmálum á komandi áratugum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert