56% Íslendinga telja konur hafa jafnan rétt og karlar

4% Íslendinga telja menntun mikilvægari drengjum, samkvæmt niðurstöðum Gallup.
4% Íslendinga telja menntun mikilvægari drengjum, samkvæmt niðurstöðum Gallup. mbl.is/Þorkell

56% Íslendinga sem tóku þátt í könnun Gallup International á viðhorfi þjóða til jafnréttis eru sammála þeirri fullyrðingu að konur hafi jafnan rétt og karlar á Íslandi. 38% sögust ósammála og 6% sögðust ekki vita það eða vildu ekki svara. 91% voru ósammála því að menntun væri væri mikilvægari fyrir drengi en stúlkur en 4% voru sammála.

Þá var einnig komið með þá fullyrðingu að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið og sögðust 85% sammála því, 7% ósammála og 9% svöruðu ekki eða sögðust ekki vita það.

1400 tóku þátt í könnunninni sem gerð var 8.- 25. ágúst 2006 og svöruðu 68,4% þeirra sem haft var samband við. Í alþjóðakönnun Gallup á sama efni kom fram að fjórir af hverjum tíu telja konur enn ekki njóta sömu réttinda og karlar, í landi þess sem spurður var. 60 þúsund manns í 64 löndum tóku þátt. Um fjórðungur þeirra sem spurðir voru telja menntun mikilvægari fyrir drengi en stúlkur, þó svo meirihluti telji að bæði karl og kona eigi að afla heimilinu tekna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka