Bátur óskaði aðstoðar og var færður að Ísafjarðarhöfn

Vaktstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um að björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafiði yrði kallaður út og færi til móts við bát sem var á siglingu austur af Arnarnesi í Ísafjarðardjúpi, um kl. 11.50 í morgun, þar sem vél bátsins gékk skrikkjótt, veðurfarslegar aðstæður voru slæmar og vindur stóð á land. Báturinn var færður til hafnar á Ísafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert