Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður á fimmtugsaldri, Eduardo Useda Correa, sæti fangelsisvist í 2 ár og sex mánuði fyrir að þröngva unglingsstúlki með ofbeldi til samræðis. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni 700.000 krónur í miskabætur.

Atburðir þessir gerðust í september 2005 en þá var stúlkan 15 ára. Hæstiréttur segir, að stúlkan hafi borið að maðurinn hafi þvingað hana til að hafa við sig samræði. Héraðsdómur hafi metið það svo að hún hafi verið trúverðug í frásögn sinni af atburðum. Framburður hennar fái stoð í niðurstöðum DNA-rannsóknar, skýrslu um réttarlæknisfræðilega skoðun og framburði vitna.

Maðurinn krafðist þess að dómi héraðsdóms yrði vísað frá á þeirri forsendu, að dómurinn var ekki fjölskipaður, en Hæstiréttur segir, að eins og sönnunargögnum í málinu sé háttað sé ekki tilefni til að hnekkja mati héraðsdóms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert