Drukkinn skipstjóri fékk ekki að láta úr höfn

Lögreglan á Höfn í Hornafirði veitti flutningaskipinu Vestlandia sem var á leið til Evrópu með fiskafurðir ekki heimild til að leggja úr höfn. Þegar lögreglan fór um borð klukkan 20:30 gærkvöldi til að tollafgreiða skipið vaknaði grunur um að skipstjórinn væri ekki allsgáður. „Hann var undir umtalsverðum áhrifum," sagði varðstjóri lögreglunnar í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Áhöfn flutningaskipsins er rússnesk en skipsstjórinn er eistneskur.

Það eru hæpnar forsendur fyrir því að kæra skipsstjórann þar sem hann hafði ekki látið úr höfn en lögreglan segist hafa með aðgerðum sínum hafa komið í veg fyrir alvarlegt lögbrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert