Nemendur Menntaskólans á Ísafirði ætla að gera tilraun til að slá heimsmet í dag, en uppátækið er liður í Sólrisuvikunni sem nú stendur sem hæst. Heimsmetið felst í því að sem flestir geri armbeygju í einu. Takmarkið er að 550 manns taki þátt, og eru allir Ísfirðingar og nærsveitamenn hvattir til að taka þátt í uppátækinu.
Á heimasíðu Sólrisunnar segir að fulltrúar frá heimsmetabók Guinnes muni fylgjast með og skrá heimsmetið verði það slegið. Tilraunin til að slá heimsmetið fer fram á gervigrasvellinum á Torfnesi kl. 17 í dag.