Netvistun ehf gagnrýnir forsætisráðuneytið fyrir að kynna nýja vefsíðu, Íslandsgátt, með slóðinni www.ísland.is, þar sem fyrirtækið eigi þá slóð. Ísland.is tengist því ekki forsætisráðuneytinu en það eigi hins vegar vefsíðuna island.is, þ.e. með i-i en ekki í-i.
Frá árinu 2004 hefur verið hægt að nota íslenska bókstafi við skráningu léna. Eina fyrirtækið sem úthlutar lénum á Íslandi, ISNIC, ákvað þá að selja lén með íslenskum stöfum sem getur leitt til misskilnings eins og í fyrrnefndu tilfelli.