Össur: Stjórnarskráin pólitískt bitbein stjórnarflokkanna

Össur Skarphéðinsson segir þverstæður að finna í stjórnarskrárfrumvarpinu.
Össur Skarphéðinsson segir þverstæður að finna í stjórnarskrárfrumvarpinu. mbl.is

Stjórnarandstaðan ætlar að gefa sér tíma til að fara vel yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á stjórnskipunarlögum og gefa út sameiginlega yfirlýsingu innan tíðar. „Það verður ekki í kvöld," sagði Össur Skarphéðinsson sem er fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórnarskrárnefnd. „Ríkisstjórnin braut allar hefðbundnar samskiptareglur þegar um grundvallaratriði eins og stjórnarskrá er að ræða og sýndi stjórnarandstöðunni ekki þá virðingu að upplýsa hana um innihald frumvarpsins áður en því var dreift á fréttamannafundi," sagði Össur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

„Þetta ágæta fólk hefur smækkað stjórnarskrána niður í það að verða bitbein í pólitískum illdeilum á milli stjórnarflokkana," bætti Össur við og sagði að frumvarpið væri vandasamt og sagðist hann hafa farið vandlega yfir það og að það væri ljóst að í því væru miklar þverstæður þar sem „eitt stangast á annars horn," og ætlar stjórnarandstaðan að taka sér tíma til að skoða það.

„Við munum nota kvöldið og morguninn til að ráðgast við okkar sérfræðinga í málinu. Við höfum ákveðið að stjórnarandstaðan mun vinna þetta mál saman og skýra afstöðu okkar til þess sameinginlega innan skamms," sagði Össur að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert