Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni

Magnús Stefánsson.
Magnús Stefánsson. mbl.is/Jim Smart

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, varð að gera hlé á ræðu sinni í upphafi fundar á Alþingi í dag, þar sem hann var að mæla fyrir þingsályktunartillögu um jafnréttisáætlun til næstu fjögurra ára. Magnús var nýbyrjaður á ræðunni þegar hann óskaði eftir fundarhléi og gekk inn í hliðarsal til að jafna sig.

Eftir um það bil 20 mínútna hlé var þingfundi haldið áfram en umræðu um jafnréttisáætlunina var frestað þar til eftir hádegið í dag. Læknir var kallaður til. Ekki er vitað nánar um líðan Magnúsar en hann mun hafa fengið aðsvif.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka