Úrvinnsla hraðaeftirlitsmynda fer fram hjá sýslumanni Snæfellinga

Úrvinnsla mynda úr sjálfvirkum hraðaeftirlitsmyndavélum mun fara fram hjá embætti sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi, að ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og ríkislögreglustjóra.

Vegagerðin mun fjármagna kaup og uppsetningu á 16 hraðaeftirlitsmyndavélum og kaup á hugbúnaði sem afhentur verður lögreglu til notkunar við úrvinnslu myndanna. Vegagerðin fjármagnar einnig tæknilegan rekstur myndavélakerfisins og þess hluta tölvukerfis sem er utan tölvukerfis lögregunnar.

Samningstíminn er tvö ár og á honum greiðir Umferðarstofa ríkislögreglustjóranum jafnvirði tveggja stöðugilda auk tæknilegs kostnaðar, að hámarki 14. milljónir króna hvort ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert