78% aukning á notkun strætós

Akureyri.
Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Farþegum með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um 78% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra. Í janúar var fjölgunin um 60% og því óhætt að segja að bæjarbúar taki þeirri nýbreytni vel að hafa ókeypis í strætó .

Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í nýliðnum febrúar var meðalfjöldi farþega á dag 1.226.

Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Akureyrar hefur fjölgunin orðið á öllum leiðum og á öllum tímum dags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert