Enn eykst svifrykið

Akureyri
Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Svifryk á Akureyri reyndist mun meira fyrstu tvo mánuði ársins en reiknað var með. Þrif gatna í bænum hafa verið stóraukin frá áramótum en engu að síður hefur svifryk þegar farið yfir heilsuverndarmörk 13 daga – 57% þess dagafjölda sem leyfilegur er á árinu.

"Þetta eru sláandi tölur og málið mjög alvarlegt," sagði Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ, í samtali við Morgunblaðið í gær. Markvisst er stefnt að því að draga úr svifryki hvarvetna og færri dagar eru leyfilegir yfir heilsuverndarmörkum í ár en í fyrra skv. reglugerð. "Leyfilegir dagar" yfir mörkum eru einungis 23 á þessu ári. Svifryk er mælt í míkrógrömmum á rúmmetra á sólarhring. Fyrstu tvo mánuðina mældist það hæst 281 og fór þrisvar yfir 200. Mælt er á horni Glerárgötu og Tryggvabrautar.

Til samanburðar má nefna að allt árið 2006 og það sem af er þessu fór ekkert sólahringsgildi yfir 200 í Reykjavík.

Líklegt er að framkvæmdadeild Akureyrarbæjar leggi það til við bæjaryfirvöld að reynt verði að rykbinda götur með magnesíumklóríðblöndu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert