Málefni Byrgisins eru nú í rannsókn hjá skattrannsóknarstjóra og hafa fyrrum vistmenn þar verið boðaðir til yfirheyrslna, með réttarstöðu sakborninga, vegna launa sem nýverið hafa verið skráð á þá en ekki gefin upp til skatts. Sagt var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 og þar kom fram, að svo virtist sem þessar greiðslur hefðu ekki fyrr en nýverið verið skilgreindar sem laun af forsvarsmönnum Byrgisins.