Hæstiréttur staðfesti úrskurð um mannerfðafræðilega rannsókn

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavikur um að erfðafræðileg rannsókn megi fara fram á faðerni Lúðvíks Gizurarsonar, lögmanns. Þetta er í þriðja skipti, sem málið kemur til Hæstaréttar en í fyrri dómum réttarins var kröfunni hafnað.

Hæstiréttur féllst á kröfu Lúðvíks um að borin yrðu saman með erfðafræðilegum hætti, lífssýni úr honum, úr móður hans og úr Hermanni Jónassyni, fyrrverandi forsætisráðherra.

Vísar Hæstiréttur til forsendna héraðsdóms, sem féllst á kröfu Lúðvíks eftir að hann lagði fram yfirlýsingu frá systkinum sínum sem styðja fullyrðingar hans um að Hermann væri faðir hans. Afkomendur Hermanns vísuðu málinu til Hæstaréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka