Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi

Íslensk grunnskólabörn.
Íslensk grunnskólabörn. mbl.is/Ásdís

Samkomulag náðist í gær í viðræðum Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Þar var samþykkt tillaga ríkissáttasemjara en í henni felst eingreiðsla til kennara að upphæð 30.000 1. maí 2007, hækkun um næstu áramót um 3% í stað 2,25% og að allir hækki um einn launaflokk 1. mars á næsta ári. Samningurinn gildir til 31. maí 2008.

Félagsmenn fá 6% launahækkun á fyrstu fimm mánuðum 2008 og stefnt að því að nýr samningur taki gildi 1. júní 2008. Samningsaðilar skuldbinda sig til faglegrar vinnu við að móta framtíðarsýn og finna leiðir til jákvæðrar skólaþróunar, eins og segir á vefsíðu K.Í.

Einnig að greina kjarasamning aðila og bera hann saman við viðmiðunarhópa með það að markmiði að nýr kjarasamningur liggi fyrir í maí 2008, þegar núgildandi kjarasamningur rennur út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert