Um 1200 manns voru við útför séra Péturs Þórarinssonar sem gerð var frá Akureyrarkirkju í dag, að mati kirkjuvarðar. Kirkjan var troðfull og útförin var sýnd í sjónvarpi bæði í Safnaðarheimili kirkjunnar og kapellunni. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, jarðsöng og þjónaði fyrir altari ásamt séra Hjálmari Jónssyni, séra Kristjáni Val Ingólfssyni og séra Pálma Matthíassyni.
Jarðsett var í Laufási, þar sem séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum og séra Gylfi Jónsson þjónuðu.