Sjónvarpsútsendingar boðnar í síma

Silfur Egils í farsíma.
Silfur Egils í farsíma.

Vodafone býður nú upp á sjónvarpssendingar í síma. Hægt er að horfa á bresku sjónvarpsstöðina Sky í beinni útsendingu og einnig er hægt að sækja fréttir Stöðvar 2 og annað fréttatengt efni, svo sem íþróttafréttir, Silfur Egils, í síma.

Vodafone kynnti þessa tækni á blaðamannafundi í dag en sjónvarpsefninu er streymt inn í símann. Sjónvarpsefnið er nú aðgengilegt á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri en þar er gagnasamband aukið með svonefndri Edge-tækni, sem gerir það mögulegt að senda sjónvarpsefni um símann.

Viðskiptavinir kaupa mánaðaráskrift að sjónvarpi í síma á 1190 krónur og geta horft ótakmarkað fyrir þá upphæð. Sérstaka síma þarf til að geta nýtt þessa þjónustu: Nokia 6280, Nokia 6231 og Sony Ericsson H790i.

Heimasíða Vodafone

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert