Togararallið hafið

Árleg stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða togararall eins og verkefnið er kallað í daglegu tali, hófst í síðustu viku. Þrír togarar taka þátt í verkefninu: Bjartur NK, Ljósafell SU og Páll Pálsson ÍS auk þess sem hafrannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson sinna rannsóknum í rallinu.

Fram kemur á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar, að árlega hafi verið ráðist í þetta verkefni síðan 1985 og sé þessi mæliröð í dag eitt mikilvægasta tæki Hafrannsóknastofnunarinnar til að meta þróun á stofnstærð, útbreiðslu og líffræði botnfiska við landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert