Togararallið hafið

Árleg stofn­mæl­ing botn­fiska á Íslands­miðum, eða tog­ar­arall eins og verk­efnið er kallað í dag­legu tali, hófst í síðustu viku. Þrír tog­ar­ar taka þátt í verk­efn­inu: Bjart­ur NK, Ljósa­fell SU og Páll Páls­son ÍS auk þess sem haf­rann­sókna­skip­in Bjarni Sæ­munds­son og Árni Friðriks­son sinna rann­sókn­um í rall­inu.

Fram kem­ur á heimasíðu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að ár­lega hafi verið ráðist í þetta verk­efni síðan 1985 og sé þessi mæliröð í dag eitt mik­il­væg­asta tæki Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar til að meta þróun á stofn­stærð, út­breiðslu og líf­fræði botn­fiska við landið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert