VG bætir enn við sig

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. mbl.is/Brynjar Gauti

Vinstri græn auka fylgi sitt sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar könn­un­ar sem Capacent Gallup gerði fyr­ir Morg­un­blaðið og RÚV. Stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir tapa fylgi, en Sam­fylk­ing­in stend­ur í stað milli kann­ana.

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn bæt­ir við sig einu pró­sentu­stigi milli kann­ana.

Stjórn­ar­flokk­arn­ir mæl­ast nú sam­an­lagt með 43%, en stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir með 55,8%.

Þegar þátt­tak­end­ur eru spurðir hvað þeir hafi kosið í síðustu þing­kosn­ing­um má ljóst vera að mest tryggð virðist vera hjá kjós­end­um Vinstri grænna ann­ars veg­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins hins veg­ar. Þannig ætla 91,5% þeirra sem kusu VG síðast að kjósa flokk­inn aft­ur. Hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um er hlut­fallið 82,3%. Nán­ar um þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert