Vinstri græn auka fylgi sitt samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Morgunblaðið og RÚV. Stjórnarflokkarnir tveir tapa fylgi, en Samfylkingin stendur í stað milli kannana.
Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi milli kannana.
Stjórnarflokkarnir mælast nú samanlagt með 43%, en stjórnarandstöðuflokkarnir með 55,8%.
Þegar þátttakendur eru spurðir hvað þeir hafi kosið í síðustu þingkosningum má ljóst vera að mest tryggð virðist vera hjá kjósendum Vinstri grænna annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Þannig ætla 91,5% þeirra sem kusu VG síðast að kjósa flokkinn aftur. Hjá Sjálfstæðisflokknum er hlutfallið 82,3%. Nánar um þetta í Morgunblaðinu í dag.