Bakkað yfir tré á Skólavörðustíg

mbl.is/Jóhann Bjarni Kolbeinsson.

Ung stúlka varð fyr­ir því óláni um klukk­an 17 í dag að bakka yfir tré neðarlega við Skóla­vörðustíg. Stúlk­an var ásamt vin­konu sinni í bíln­um og sakaði þær ekki.

Ekki er vitað hvernig at­vikið bar að. Stúlk­urn­ar létu sig fljótt hverfa enda bar mik­inn fjölda fólks að og höfðu marg­ir á orði að það væri með ólík­ind­um hvernig stúlk­unni tókst að bakka upp á tréð sem er um­vafið járn­grind.

Bif­reiðin var fjar­lægð um klukku­stund síðar, lítið skemmd. Þótt ótrú­legt megi virðast brotnaði tréð ekki und­an þung­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka