Sighvati komið á óvart

Ummæli Björns Dagbjartssonar, fv. framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í Morgunblaðinu í gær, um að sameina eigi starfsemi stofnunarinnar og utanríkisráðuneytisins, koma núverandi framkvæmdastjóra ÞSSÍ, Sighvati Björgvinssyni, á óvart.

„Þegar ég tók við rekstri stofnunarinnar af Birni ræddum við saman og lagði hann þá á það mikla áherslu að sjálfstæði stofnunarinnar væri tryggt. Menn geta auðvitað skipt um skoðun í þessum efnum sem öðrum, en sinnaskiptin koma mér verulega á óvart,“ sagði Sighvatur, sem staddur er í Malaví í Afríku.

Undirbúningur að tillögu að sameiningu ráðuneytis og stofnunar hefur verið í vinnslu undanfarið og nýlega kom fram skýrsla sem unnin var á vegum utanríkisráðuneytisins þar sem mælt var með slíkri sameiningu. Sighvatur hefur mótmælt vinnubrögðum ráðuneytisins og sagði það fordæmislaust að slík vinna skuli unnin án þess að starfsfólki stofnunarinnar sé gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert