Skemmdir í 16 af 20 tönnum

Ef ekki er hugsað um að bursta tennurnar þá er …
Ef ekki er hugsað um að bursta tennurnar þá er von á Karíusi og Baktusi í heimsókn mbl.is/Skapti

Tannheilsu barna og unglinga hefur hrakað hratt í kjölfar þeirrar stefnu stjórnvalda að minnka endurgreiðslur vegna tannlækninga, að mati Jónasar Gestssonar, tannlæknis á Akranesi. Í viðtali við Skessuhornið nefnir Jónas sem dæmi þriggja ára barn sem hann meðhöndlaði nýlega. Barnið var með skemmdir í sextán af tuttugu tönnum og segir hann barnið ekki einsdæmi.

Vegna lækkandi endurgreiðslna hafi dregið úr forvörnum og komi foreldrar seinna og sjaldnar með börn sín til tannlækna og stundum ekki fyrr en allt sé komið í óefni. Segir hann ástandið grafalvarlegt enda mörg börn að koma í slæmu ástandi til tannlækna.

Fréttavefurinn Skessuhorn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert