Fylgi Samfylkingar dalar í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og segjast nú 19,2 prósent myndu kjósa flokkinn og fengi hann því tólf þingmenn.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eykst frá síðustu könnun um tvö prósentustig. 38,9 prósent segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og fengi flokkurinn 25 þingmenn. 25,7 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græna og fengi flokkurinn samkvæmt því sautján þingmenn. Aðeins fleiri segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, 9,3 prósent og fengi flokkurinn samkvæmt því sex þingmenn.
Fylgi Frjálslynda flokksins dalar hins vegar aðeins. Nú segjast 5,7 prósent myndu kjósa flokkinn og fengi flokkurinn því þrjá þingmenn.