Athygli vakin á jafnréttismálum í MK

Nýstúdentar úr Menntaskólanum í Kópavogi.
Nýstúdentar úr Menntaskólanum í Kópavogi. mbl.is/Sigurður Jökull

Menntaskólinn í Kópavogi hóf í dag jafnréttisviku og verður hefðbundið kennslufyrirkomulag stokkað upp og boðið upp á kvikmyndasýningar, fyrirlestra og spjall um hinar ýmsu hliðar jafnréttismála.

Fimmtudagurinn er aðaldagur jafnréttisvikunnar, þá verður boðið upp á léttan hádegisverð og skemmtidagskrá með kynjaívafi, auk þess munu nemendur kynna verkefni tengd jafnrétti. Með þessu vilja Menntaskólinn í Kópavogi og jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar vekja athygli á mikilvægi jafnréttis og aukinnar umræðu um jafnréttismál meðal ungs fólks, eins og segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert