Stjórnvöld standi við margítrekuð loforð

Eftir Andra Karl og Silju Björk Huldudóttur
Fjölmennur borgarafundur sem haldinn var á Ísafirði í gær í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, krefst þess að stjórnvöld standi við margítrekuð loforð og stefnumótun um uppbyggingu Ísafjarðar sem eins þriggja byggðakjarna utan höfuðborgarsvæðisins og beinir því til frambjóðenda flokka í Norðvesturkjördæmi að mæta til kosningabaráttunnar í vor með haldbærar tillögur um framtíð byggðar á Vestfjörðum.

Greinilega ólgu mátti finna meðal vestfirskra íbúa sem mættu á fundinn og ljóst að flestir skelltu skuldinni á stjórnvöld. Lína Björg Tryggvadóttir, þjónustu- og svæðisstjóri Intrum á Ísafirði, vísaði m.a. í skýrslu um þróun hagvaxtar í einstaka landshlutum á árabilinu 1998–2004, og unnin var af Byggðastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Í henni kom fram að hagvöxtur á höfuðborgarsvæðinu hefði verið 49% en hagvöxtur að meðaltali á landinu öllu tæp 30%.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert