Þörf á miklu ítarlegri mengunarmælingum

eft­ir Bald­ur Arn­ar­son

baldura@mbl.is

ÁGÚST Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Fjar­könn­un­ar ehf., seg­ir mjög brýnt að afla mun ít­ar­legri upp­lýs­inga um meng­un­ina á höfuðborg­ar­svæðinu en nú standi til boða, ein­föld­un sé að ein­blína um of á þátt nagla­dekkja í svifryks­meng­un. Hann er jafn­framt þeirr­ar hyggju að end­ur­varp varma frá snjó­bræðslu­kerf­um eigi þátt í ryk­meng­un­inni og að auðvelt sé að bæta loft­skipti með því að skrúfa fyr­ir þau á sumr­um.

"Það eru til mæl­ing­araðferðir og kerfi til að fram­kvæma slík­ar mæl­ing­ar, sem kosta ekki mikla pen­inga," seg­ir Ágúst. "Hér er fyrst og fremst um að ræða land­fræðileg­ar upp­lýs­ing­ar og skrán­ingu þeirra sem nauðsyn­legt er að nota þegar ákv­arðanir eru tekn­ar um byggðaþróun í skipu­lag­inu."

Innt­ur eft­ir því hvort nóg sé að mæla svifryks­meng­un á tveim­ur mælistöðum auk hreyf­an­legr­ar stöðvar í borg­inni, seg­ist Ágúst telja að mæla þurfi á mun fleiri stöðum. Taka þurfi með í reikn­ing­inn hita­stig og vindátt­ir, því þar komi fram hvernig nátt­úru­legt loftstreymi leiki um borg­ina eins og hún hafi byggst upp.

Nán­ari um­fjöll­un um málið er að finna í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert