eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÁGÚST Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fjarkönnunar ehf., segir mjög brýnt að afla mun ítarlegri upplýsinga um mengunina á höfuðborgarsvæðinu en nú standi til boða, einföldun sé að einblína um of á þátt nagladekkja í svifryksmengun. Hann er jafnframt þeirrar hyggju að endurvarp varma frá snjóbræðslukerfum eigi þátt í rykmenguninni og að auðvelt sé að bæta loftskipti með því að skrúfa fyrir þau á sumrum.
"Það eru til mælingaraðferðir og kerfi til að framkvæma slíkar mælingar, sem kosta ekki mikla peninga," segir Ágúst. "Hér er fyrst og fremst um að ræða landfræðilegar upplýsingar og skráningu þeirra sem nauðsynlegt er að nota þegar ákvarðanir eru teknar um byggðaþróun í skipulaginu."
Inntur eftir því hvort nóg sé að mæla svifryksmengun á tveimur mælistöðum auk hreyfanlegrar stöðvar í borginni, segist Ágúst telja að mæla þurfi á mun fleiri stöðum. Taka þurfi með í reikninginn hitastig og vindáttir, því þar komi fram hvernig náttúrulegt loftstreymi leiki um borgina eins og hún hafi byggst upp.
Nánari umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu.