Tillaga stjórnarskrárnefndar um breytingu á stjórnarkrá er til meðferðar hjá formönnum stjórnmálaflokkanna. Sú tillaga lýtur að því, hvernig staðið skuli að breytingum á stjórnarskrá. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi í dag, að hann hefði lagt til nokkrar breytingar á tillögunni sem kom frá stjórnarskrárnefnd áður en en hún var send áfram til flokksformanna.
Geir sagði, að náist samkomulag um tillöguna verði hún lögð fram sem frumvarp á Alþingi af formönnum allra stjórnmálaflokkanna á þingi.