Verð á eldsneyti hækkar

Olíufélagið ESSO og Olís hafa hækkað verð á eldsneyti í dag. Lítri af bensíni hækkaði um tvær krónur, en verð á dísil-, gas- flota- flotadísil- og svartolíu hækkaði um eina krónu lítrinn. Á heimasíðu ESSO segir, að skýring á hækkuninni sé hækkandi heimsmarkaðsverð að undanförnu.

Eftir hækkunina verður algengasta verð á 95 oktana bensín hjá ESSO 114,80 krónur lítrinn og algengt verð á dísilolíu er 114,70 krónur lítrinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert