90 milljónir króna veittar í íslenskukennslu fyrir útlendinga

Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað 90 milljónum króna í styrki til námskeiðahalds í íslensku fyrir útlendinga, til 60 aðila sem halda munu námskeið fyrir 3.360 nemendur.

Ráðuneytið auglýsti styrkina í janúar og sóttu yfir 70 fyrirtæki og fræðsluaðilar um rúmar 144 milljónir króna til að halda námskeið fyrir yfir 4.600 útlendinga. Ríkisstjórnin ákvað hinn 10. nóvember sl. að veita 100 milljónir krónum til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007. Áætlað var að kostnaður við námskeiðahald yrði um 70 milljónir króna á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert