90 milljónir króna veittar í íslenskukennslu fyrir útlendinga

Mennta­málaráðuneytið hef­ur út­hlutað 90 millj­ón­um króna í styrki til nám­skeiðahalds í ís­lensku fyr­ir út­lend­inga, til 60 aðila sem halda munu nám­skeið fyr­ir 3.360 nem­end­ur.

Ráðuneytið aug­lýsti styrk­ina í janú­ar og sóttu yfir 70 fyr­ir­tæki og fræðsluaðilar um rúm­ar 144 millj­ón­ir króna til að halda nám­skeið fyr­ir yfir 4.600 út­lend­inga. Rík­is­stjórn­in ákvað hinn 10. nóv­em­ber sl. að veita 100 millj­ón­ir krón­um til ís­lensku­kennslu fyr­ir út­lend­inga árið 2007. Áætlað var að kostnaður við nám­skeiðahald yrði um 70 millj­ón­ir króna á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert