Bannað að spila bingó á ákveðnum tímum um páska

Það styttist í páska en páskadagur er í ár þann …
Það styttist í páska en páskadagur er í ár þann 8. apríl mbl.is/Árni Sæberg

Skemmt­an­ir, svo sem dans­leik­ir eða einka­sam­kvæmi á op­in­ber­um veit­inga­stöðum eða á öðrum stöðum sem al­menn­ing­ur hef­ur aðgang að, eru bannaðar á ákveðnum tíma um bænadaga og páska. Hið sama gild­ir um op­in­ber­ar sýn­ing­ar og skemmt­an­ir þar sem happ­drætti, bingó eða önn­ur spil fara fram.

Í frétt frá lög­regl­unni er tekið fram að list­sýn­ing­ar, tón­leik­ar, leik­sýn­ing­ar og kvik­mynda­sýn­ing­ar eru und­anþegn­ar banni um helgi­dagafrið á föstu­dag­inn langa en slík­ir viðburðir mega þó ekki hefjast fyrr en klukk­an 15:00 um­rædd­an dag.

Nán­ar um opn­un­ar­tíma um páska

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert