Koffínmagn í drykkjum jókst verulega á sex ára tímabili

Kaffi er mikill koffíngjafi en koffínmagn er einnig mikið í …
Kaffi er mikill koffíngjafi en koffínmagn er einnig mikið í öðrum drykkjum, t.d. orkudrykkjum og gosdrykkjum. mbl.is/Golli

Umhverfisstofnun kannaði koffínmagn í nokkrum drykkjum í árslok 2005 og reyndust þrír orkudrykkir innihalda koffín yfir leyfilegum mörkum. Mældir voru sjö orkudrykkir, tíu almennir gosdrykkir, tveir kakódrykkir og einn jurtadrykkur og þegar bornar eru saman mælingar á sömu drykkjum frá árinu 1999 kemur í ljós að koffínmagn flestra hefur aukist verulega, eða um allt að 56%.

Leyfileg mörk eru 150 mg á lítra en koffíninnihald annarra drykkja var innan leyfilegra marka. Ekki er mælt með því að dagleg neysla barna á koffíni fari umfram 2,5 mg á hvert kg. Fyrir 10 ára gamalt barn sem er um 32 kíló að þyngd samsvarar það 80 mg af koffíni en það magn má finna samanlagt í einu stykki af súkkulaðitertu og hálfs lítra flösku af Pepsi. Frá þessu segir á vef Umhverfisstofnunar og í skýrslunni má sjá töflu með nafni drykkjanna og magni koffíns í þeim.

Skýrsla Umhverfisstofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert