Lögregla kölluð út vegna þrifa á sameign

Lögreglan þarf að taka á ýmsum málum.
Lögreglan þarf að taka á ýmsum málum. mbl.is/Júlíus

Karlmaður á miðjum aldri óskaði eftir aðstoð lögreglu í gær vegna grófra hótana sem honum höfðu borist. Lögreglan brást skjótt við enda mál sem þessi tekin mjög alvarlega. Farið var á heimili mannsins sem býr í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu.

Á staðnum fengu lögreglumenn frekari vitneskju um málavexti en tilkynnanda var hótað af öðrum íbúa hússins þar sem þeir áttu í illdeilum á stigaganginum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Misklíðin var sprottin af ágreiningi vegna þrifa á sameign hússins. Íbúarnir tveir höfðu rifist um hver ætti að ryksuga stigaganginn þessa vikuna. Lögreglumenn ræddu við hlutaðeigendur og héldu síðan á brott en málið er talið útkljáð. Á þessari stundu er þó ekki ljóst hvort búið sé að þrífa sameignina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka