Nýr forstjóri á Reykjalundi

Stjórn Reykjalundar hefur, að höfðu samráði við stjórn eigendafélags Reykjalundar, SÍBS, ákveðið að ráða Birgi Gunnarsson í starf forstjóra Reykjalundar.

Birgir er 44 ára rekstrarfræðingur að mennt og hefur gengt starfi framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Skagfirðinga á Sauðárkróki undanfarin 15 ár.

Hann lauk diplomanámi í stjórnun heilbrigðisstofnana frá Norræna heilsuverndarháskólanum í Gautaborg á síðasta ári og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum heilbrigðisráðuneytisins á undanförnum árum.

Birgir tekur við starfi forstjóra af Birni Ástmundssyni sem sagði starfi sínu lausu frá 1. febrúar s.l. eftir 30 ára starf sem forstjóri Reykjalundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert